Leir:
2 bollar hveiti
1 bolli salt
1 bolli vatn
örlítil matarolía
matarlitur (eftir smekk, má sleppa)
Allt er hnoðað saman. Ath. þennan leir þarf að geyma í plastfilmu ef nota á hann síðar. Ef nota á matarlit
Trölladeig:
2 bollar hveiti
2 bollar salt
2 msk veggfóðurslím
1-2 msk. matarolía
matarlitur (eftir smekk, má sleppa)
vatn eftir þörfum
Hnoða allt saman. Mótið það sem þið viljið úr deiginu og bakið í ofni við 100°c í 8-10 mín.
Hveitilím
Hveitilím er notað í pappamassa og til að hengja upp veggspjöld víðsvegar um borgina.
1 hluti hveiti
3 hlutar vatn
Vatnið er sett í pott og hveitið sigtað. Hveitinu er bætt rólega út í vatnið þannig að ekki komi kekkir. Svo er kveikt undir pottinum og hrært í á meðan blandan hitnar. Þegar blandan byrjar að sjóða, þykknar hún og þá er límið tilbúið. Límið er borið á þann flöt sem maður vill líma á, með pensli og svo er þunnu lagi penslað yfir það sem límt var upp.