Veggspjöld geta verið upplýsandi, fræðandi, í formí tímalínu, teikninga og jafnvel málverka. Hægt er að gera rafræn veggspjöld t.d. Padlet sem gerir nemendum kleift að búa til rafræn veggspjöld með texta, myndum og myndskeiðum. Padlet er frítt og hægt er að nota það án innskráningar.

Hér má finna leiðbeiningar frá Menntamálastofnun um uppsetningu og umbrot á bæklingi, auglýsingum og fréttabréfi í Publisher. Einnig er hægt að gera blöð og bæklinga í höndunum, með klippimyndum, eða nota forrit eins og InDesign. Auðvelt er að setja upp bæklinga í IPad í Pages.