Beinagrindur Rafbók um ritun. Greinagóð lýsing á uppbyggingu ritana, skrifum fræðigreina og rökræðum.  

Kveikjur Rafbók með leiðbeiningum og verkefnum um gerð blaðagreinar (bls. 36), beinar og óbeinar lýsingar (bls. 56-57), prófagerð (bls. 81), ljóðagerð og reglur um ritun (bls. 127).

Heimir Rafbók um heimildaritun. Bókin tekur á helstu spurningum sem nemendur hafa í tengslum við heimildaritun. Finna má greinagóðar upplýsingar um uppbyggingu og innihald heimildaritana. Í lok bókarinnar er fjallað um mismunandi birtingu efnis svo sem í fyrirlestri, á veggspjaldi, á netinu, í bæklingi, málstofu eða í greinasafni.

Blaðagreinar

Hér má finna ágætis leiðbeiningar um hvernig skal skrifa góða blaðagrein (Árni Jónsson).

Auglýsingar

Ef gera skal auglýsingu þarf að velta fyrir sér, hverjum hún er ætluð og hvaða hughrif henni er ætlað að skapa. Hvað er góð auglýsing? er umfjöllunfrá sambandi íslenskra auglýsingaskrifstofa.

Skilaboð móttekin, bók frá námsgagnastofnun um auglýsingar og gagnrýna hugsun.

Hvað heldur þú? Gagnrýnin hugsun. Rafbók frá námsgagnastofnun.