Munnlegar kynningar hafa upphaf, miðju og endi. Hæfileg lengd kynninga í verkefninu Jörð í hættu!? er 5 mínútur.

Nota má tól eins og Canva, Powerpoint, Keynote, Prezi o.fl. til að búa til skjákynningu en hafa þarf í huga að glærusýning er aldrei meira en stuðningur við munnlega kynningu.

Texta kynningar á ekki að setja á glærur, heldur aðeins lykilorð, lykilatriði, myndrit og myndir.

Glærusýning getur bæði gert leiðinlegan fyrirlestur áhugaverðan og skemmtilegan fyrirlestur þreytandi. Gott er að hafa 7 sinnum 7 regluna í huga. Þá eru glærur með munnlegri kynningu ekki fleiri en 7 og á hverri glæru eru ekki fleiri atriði/línur en 7.

Ekki skal lesa af glæru í fyrirlestri og texti fyrirlesturs á ekki að vera í heild sinni á glærunum.

Oft hentar það nemendum betur að vera með textann sinn á litlum kortum eða minnismiðum, frekar en stóru A4 blaði, því þá sést síður að maður sé með handskjálfta af stressi.