Kannanir geta verið áhugaverð gagnasöfnun, en einnig leið til að vekja fólk til umhugsunar. Leiðbeiningar um kannanagerð og spurningar frá Garðari Gíslasyni félagsfræðingi. Mikilvægt er að vanda sig við spurningagerð og hafa ekki spurningarnar of leiðandi.

Hægt er að gera gagnvirka spurningakeppni á síðu Kahoot (innskráning nauðsynleg en án endurgjalds). Gera má spurningakeppni fyrir bekk sinn eða jafnvel til notkunar í fræðsluskyni fyrir yngri nemendur.

Spurningakönnun á surveymonkey (innskráning nauðsynleg en án endurgjalds). Senda má könnun rafrænt á aðra, en einnig er hægt að handská svör jafnóðum og spurt er. Niðurstöður er hægt að fá í myndriti.

Leiðbeiningar frá Menntamálastofnun um hvernig hægt er að gera skífurit, línurit og stöpalrit í Exel 2010.

Numers í IPad er einnig notendavænt og er einfalt að setja upp myndrit.